Príamos
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Príamos (forngríska Πρίαμος, Priamos) var konungur í Tróju í Trójustríðinu og yngsti sonur Laomedons. Príamos var marggiftur en frægasta kona hans var Hekúba. Hann átti 50 syni og allnokkrar dætur. Elsti sonur hans var Æsakos, en móðir hans var Arisba; Æsakos lést áður en Trójustríðið hófst. Frægustu synir Príamosar voru Hektor og París. Neoptolemos, sonur Akkillesar drap Príamos þegar Trója var lögð í eyði.