René Descartes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki Heimspeki 17. aldar |
|
---|---|
![]() |
|
Nafn: | René Descartes |
Fædd/ur: | 31. mars 1596 |
Dáin/n: | 11. febrúar 1650 |
Skóli/hefð: | Rökhyggja |
Helstu ritverk: | Orðræða um aðferð, Hugleiðingar um frumspeki, Lögmál heimspekinnar |
Helstu viðfangsefni: | þekkingarfræði, frumspeki, vísindi, stærðfræði |
Markverðar hugmyndir: | aðferðafræðileg efahyggja, cogito, ergo sum, tvíhyggja, verufræðileg rök fyrir tilvist guðs, kartesískt hnitakerfi |
Áhrifavaldar: | Platon, Aristóteles, Anselm, Tómas Aquinas, William af Ockham, Francisco Suárez, Marin Mersenne |
Hafði áhrif á: | Baruch Spinoza, Antoine Arnauld, Nicolas Melbranche, John Locke, Gottfried Wilhelm Leibniz, Immanuel Kant, Edmund Husserl |
René Descartes einnig þekktur sem Cartesius á latínu (31. mars 1596 – 11. febrúar 1650) var franskur stærðfræðingur og heimspekingur og vísindamaður.[1]
Efnisyfirlit |
[breyta] Stærðfræði
Descartes varð þekktur fyrir nýjungar sínar sem fólust í því að nota algebru við lausnir rúmfræðilegra verkefna og einnig á hinn bóginn að nota rúmfræði við lausnir algebruverkefna. Þetta svið stærðfræðinnar er nú þekkt sem „analytísk geometría“ (hnitarúmfræði). Descartes skrifaði og gaf út bókina La Géométrie, en fyrstu hugmyndir hans um hnitareikning komu út sem dæmi í bókinni Orðræða um aðferð (Discourse de la méthode) 1637. Vegna þess heitir hnitakerfi á ensku „cartesian coordinate system“ eftir honum.
[breyta] Heimspeki
Descartes aðhylltist aðferðafræðilega efahyggju (e. methodological scepticism), það er hann efaðist um allt sem hægt var að efast um í þeim tilgangi að finna vísindalegri þekkingu öruggan grundvöll. Það eina sem hann gat ekki efast um var eigin tilvist úr því að hann efaðist. Þetta dró hann saman í þessa frægu setningu: Ég hugsa, þess vegna er ég til (latína: Cogito, ergo sum). Frá þessum upphafspunkti leiddi hann út ýmsa aðra þekkingu.
[breyta] Hugspeki og sálfræði
Descartes gerði skýran mun á sál og líkama. Samkvæmt kenningu hans um tvíhyggju sálar og líkama stjórnast öll líkamsstarfsemi af lögmálum, t.d. berast boð um sársauka eftir taug til heilans þegar við komumst í snertingu við eld. Hins vegar taldi hann að mannssálin stjórnaðist ekki af vélrænum lögmálum heldur varð að kanna hana með sjálfsskoðun og íhugun.
Hann taldi að það væri heilaköngullinn sem væri aðsetur hugans og tengdi saman samskipti milli hugar og líkama. Heilaköngullinn er eina líffærið í heilanum sem er ekki tvískipt og því hélt hann að hann sæi um einhvers konar tengsl milli þess andlega og líkamlega. Descartes kom einnig með nýjar uppgötvanir í líffræðilegri sálfræði, þótt hann hafi verið uppi löngu áður en sálfræði var viðurkennd fræðigrein. Hann var með þeim fyrstu til að reyna að skýra ákveðna hegðun með líffræðilegum þáttum, sbr. rannsóknir hans á taugakerfinu og viðbrögðum mannsins við sársauka.
[breyta] Rit Descartes
- Musicae compendium (1618)
- Regulae ad directionem ingenii (um 1628)
- Discours de la méthode pour bien conduire sa raison et chercher la vérité dans les sciences 1637 (Orðræða um aðferð til að beita skynseminni rétt og leita sannleikans í vísindum)
- Dioptrique (1637)
- Les Météores (1637)
- La Géométrie (1637) (Rúmfræðin)
- Meditationes de prima philosophia (1641) (Hugleiðingar um frumspeki)
- Principia philosophiae. 1644 (Lögmál heimspekinnar)
- Inquisitio veritatis per lumen naturale (um 1647)
- Les Passions de l'âme (1649)
- De homine (1662) (Um manneskjuna)
[breyta] Heimildir
- ↑ Um heimspeki Descartes, sjá Margaret D. Wilson, Descartes (London: Routledge, 1982). John Cottingham (ritstj.), The Cambridge Companion to Descartes (Cambridge: Cambridge University Press, 2006) er greinasafn sem fjallar um nær allar hliðar heimspeki og vísindastarfs Descartes.
[breyta] Tenglar
- Á Stanford Encyclopedia of Philosophy:
- Á The Internet Encyclopedia of Philosophy:
- Vísindavefurinn: „Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur?“
- Vísindavefurinn: „Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?“