Símaskrá
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Símaskrá er skrá yfir áskrifendur símaþjónustu tiltekins þjónustuaðila eða á tilteknu svæði. Fyrsta símaskráin í heiminum mun hafa verið gefin út 21. febrúar árið 1878 í New Haven í Connecticut og innihélt nöfn 50 símnotenda.