Tómas Guðmundsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tómas Guðmundsson (6. janúar 1901- 14. nóvember 1983) var íslenskt ljóðskáld. Hann orti mest í anda nýrómantíkur framan af.
[breyta] Ævi og störf
Tómas fæddist á Efribrú í Grímsnesi, foreldrar hans hétu Guðmundur Ögmundarson og Steinunn Þorsteinsdóttir. Á meðal fyrri starfa utan verksviðs skáldsins er vert að nefna; málflutningsstörf í Reykjavík 1926-1929 og störf við Hagstofu Íslands 1928-1943. Segja má að Tómas hafi verið iðinn við útgáfustörf. Til að mynda var hann einn af frumkvöðlum útgáfu tímaritsins Helgafells og síðar Nýs Helgafells. Hans helstu verk í þeim ritum eru meðal annars; Myndir og minningar 1956, Léttara hjal 1975 og Að haustnóttum 1976. Einnig voru tíu bindi af æviþáttum fólks frá liðinni tíð í umsjón Tómasar ásamt Sverri Kristjánssyni. Árið 1960 kom út Svo kvað Tómas; samtalsbók Matthíasar Johannessens og Tómasar. Samtalsbókin var seinna gefin út árið 1990 í bókinni Vökunótt fuglsins. Þýðingarstörf Tómasar eru talsverð. Tómas þjónaði titlinum formaður bókmenntaráðs í 21 ár en hann var einn af aðal frumkvöðlum stofnunar Almenna bókafélagsins á Íslandi.
Tómas Guðmundsson er talinn eitt af stórskáldum íslands á 20. öldinni.
[breyta] Bækur
Tómas gaf út fimm ljóðabækur
- Við sundin blá árið 1925
- Fagra veröld árið 1933
- Stjörnur vorsins árið 1940
- Fljótið helga árið 1950
- Heim til bindum árið 1981
Einnig skal geta heildarsafns sem kom fyrst út árið 1989. Heildarsafnið hefur verið þrisvar endurútgefið. Taka skal fram að fyrsta bók Tómasar kom út þegar hann var aðeins 24 ára, og skipaði hann sér strax sess sem eitt fremsta skáld Íslendinga. Átta árum síðar þegar Fagra veröld kom út var ekki aftur snúið og skáldið orðið ódauðlegt þegar bókin seldist strax upp.
Sjá einnig: Íslensk skáld
[breyta] Heimildir
- Eggert Þór Bernharðsson, „Bókaþjóð í borg; Tengsl skáldskapar og borgarmyndunar á Íslandi 1940-1990“, Cand. Mag.-ritgerð í sagnfræði 1992. II hluti, kafli 3: „Borgarskáldi“ lyft á stall.
- Kristján Karlsson. 1989. Um Ljóðagerð Tómasar Guðmundssonar, Almenna bókafélagið, Reykjavík.