Thomas Nagel
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
|
---|---|
Nafn: | Thomas Nagel |
Fædd/ur: | 4. júlí 1937 |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk: | „What Is it Like to Be a Bat?“; Mortal Questions; The View from Nowhere; What Does It All Mean? |
Helstu viðfangsefni: | hugspeki, meðvitund, stjórnspeki, siðfræði |
Markverðar hugmyndir: | finningar og huglægni |
Thomas Nagel (f. 4. júlí 1937) er bandarískur heimspekingur og prófessor í heimspeki og lögfræði við New York University. Hann fæst einkum við hugspeki, stjórnspeki og siðfræði. Nagel er þekktur fyrir gagnrýni sína á smættarefnishyggju í greininni „What Is it Like to Be a Bat?“ (1974). Hann er einnig þekktur fyrir framlag sitt í siðfræði og stjórnspeki. Í ritinu The Possibility of Altruism (1970) færði Nagel til að mynda rök fyrir því að fólk geti haft góða ástæðu til þess að gera góðverk án þess að eiga von á að hagnast sjálft og án þess að vera hrært af samúð.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ævi
Thomas Nagel var fæddur 4. júlí 1937 í Belgrad í Júgóslavíu (nú í Serbíu). Fjölskylda hans var gyðingtrúar. Hann hlaut B.A. gráðu sína frá Cornell University árið 1958, B.Phil. gráðu frá Oxford University árið 1960 og doktorsgráðu frá Harvard University árið 1963 undir leiðsögn Johns Rawls. Nagel kenndi um hríð við University of California, Berkeley (1963-1966) og Princeton University (1966-1980).
[breyta] Heimspeki
Nagel hefur fengist mikið við togsteituna milli hin hlutlæga og hins huglæga sjónarhorns: um ástæður til athafna, um athafnir, um reynslu og veruleikann sem slíkan. Í hugspeki er hann þekktur málsvari þeirrar kenningar að meðvitund og upplifanir sé ekki hægt að smætta í heilaferli. Hann hefur, ásamt Bernard Williams, lagt mikið af mörkum til umræðunnar um siðferðilega heppni.
[breyta] Hugspeki
Ein frægasta grein Nagels er „What is it Like to Be a Bat?“. Greinin birtist upphaflega í The Philosophical Review árið 1974. Í greininni færir Nagel rök fyrir því að meðvitund hafi í eðli sínu huglæg sérkenni (e. „subjective character“), eins konar hvernig það er horf.
[breyta] Helstu rit
[breyta] Bækur
- 1970, The Possibility of Altruism (Oxford: Oxford University Press).
- 1979, Mortal Questions (Cambridge: Cambridge University Press).
- 1986, The View from Nowhere (Oxford: Oxford University Press).
- 1987, What Does It All Mean?: A Very Short Introduction to Philosophy (Oxford: Oxford University Press).
- 1991, Equality and Partiality (Oxford: Oxford University Press).
- 1995, Other Minds: Critical Essays, 1969-1994 (Oxford: Oxford University Press).
- 1997, The Last Word (Oxford: Oxford University Press).
- 2002, The Myth of Ownership: Taxes and Justice (ásamt Liam Murphy) (Oxford: Oxford University Press).
- 2002, Concealment and Exposure and Other Essays (Oxford: Oxford University Press).
[breyta] Greinar
- 1959, „Hobbes's Concept of Obligation“, Philosophical Review: 68-83.
- 1959, „Dreaming“, Analysis: 112-6.
- 1965, „Physicalism“, Philosophical Review: 339-56.
- 1969, „Sexual Perversion“, Journal of Philosophy: 5-17.
- 1969, „The Boundaries of Inner Space“, Journal of Philosophy: 452-8.
- 1970, „Death“, Nous: 73-80.
- 1970, „Armstrong on the Mind“, Philosophical Review: 394-403.
- 1971, „Brain Bisection and the Unity of Consciousness“, Synthese: 396-413.
- 1971, „The Absurd“, Journal of Philosophy: 716-27.
- 1972, „War and Massacre“, Philosophy & Public Affairs, vol. 1: 123-44.
- 1973, „Rawls on Justice“, Philosophical Review: 220-34.
- 1973, „Equal Treatment and Compensatory Discrimination“, Philosophy & Public Affairs, vol. 2: 348-62.
- 1974, „What Is it Like to Be a Bat?“, Philosophical Review: 435-50.
- 1976, „Moral Luck“, Proceedings of the Aristotelian Society Supplementary vol. 50: 137-55.
- 1979, „The Meaning of Equality“, Washington University Law Quarterly: 25-31.
- 1981, „Tactical Nuclear Weapons and the Ethics of Conflict“, Parameters: Journal of the U.S. Army War College: 327-8.
- 1983, „The Objective Self“, hjá Carl Ginet og Sydney Shoemaker (ritstj.), Knowledge and Mind (Oxford: Oxford University Press): 211-232.
- 1987, „Moral Conflict and Political Legitimacy“, Philosophy & Public Affairs: 215-240.
- 1994, „Consciousness and Objective Reality“, hjá R. Warner og T. Szubka (ritstj.), The Mind-Body Problem (London: Blackwell).
- 1995, „Personal Rights and Public Space“, Philosophy & Public Affairs, vol. 24, no. 2: 83-107.
- 1998, „Concealment and Exposure“, Philosophy & Public Affairs, vol. 27, no. 1: 3-30.
- 1998, „Conceiving the Impossible and the Mind-Body Problem“, Philosophy, vol. 73, no. 285: 337-352.
- 2000, „The Psychophysical Nexus“, hjá Paul Boghossian og Christopher Peacocke (ritstj.) New Essays on the A Priori (Oxford: Clarendon Press): 432-471.
- 2003, „Rawls and Liberalism“, hjá Samuel Freeman (ritstj.) The Cambridge Companion to Rawls (Cambridge: Cambridge University Press): 62-85.
- 2003, „John Rawls and Affirmative Action“, The Journal of Blacks in Higher Education, no. 39: 82-4.