Spjall:Vika
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Fyrsti dagur vikunnar
Mánudagur er fyrsti dagur vikunnar í Evrópu, þar sem við búum. Bæði skv ISO-staðli, einnig skv t.d. ensku og sænsku wikipedia-greinarnar um vikudaga. Tilvitnanir: "1972 bestämdes som internationell standard (ISO 8601) att veckans första dag skulle vara måndag" og "Both ISO and European norms now prescribe Monday as the first day of the week".
Hins vegar er tekið fram að í Bandaríkjunum er enn sterk hefð fyrir því að hafa sunnudag sem fyrsta dag, sem útskírir kannski afhverju forritunmál/libraries halda slíku fram ef maður notar *default* locale, þ.e. venjulega US. En hinum venjulega wikipedia lesanda er auðvitað alveg sama um forritun, þ.a. þetta á tæplega erindi í greinina.
Dagatölin sem mörg íslensk fyrirtæki láta prenta í tugþúsunda upplagi eru því miður líka mörg hver vitlaus skv þessu, en það breytir ekki því að við hljótum að eiga að nota evrópskt dagatal, ekki bandarískt. Sum hafa meira að segja röng vikunúmer sem getur verið mjög slæmt mál. --Bjornhb 14:21, 6 nóvember 2006 (UTC)
- Líklega er forritunarmálasetningunni ofaukið. Það breytir því ekki að vika hefst ekki á mánudegi alls staðar í heiminum. --Stalfur 14:32, 6 nóvember 2006 (UTC)
Í Almanaki Háskólans (http://www.almanak.hi.is/rim.html) er reyndar gerður greinarmunur á "viku" (skv t.d. kristinni hefð) og "viðskipta-/vinnuviku". Hið síðara er vikan sem maður praktískt séð notar og er (tilvitnun) "skilgreind í alþjóðlegum staðli sem flestar þjóðir hafa sameinast um". Báðar skilgreiningar eiga væntanlega erindi í greinina. --Bjornhb 14:53, 6 nóvember 2006 (UTC)