Vika
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vika er mælieining fyrir tíma sem er lengri en dagur og styttri en mánuður. Í flestum nútíma tímatölum, þar á meðal gregoríska tímatalinu, er ein vika sjö dagar.
Vikudagarnir eru
Samkvæmt hefð er sunnudagur talinn sem fyrsti dagur vikunnar í kristnum löndum, eins og sést t.d. á nafninu þriðjudagur. Með tilkomu ISO 8601 staðalsins hefur þetta breyst í mörgum löndum þar sem ný vika hefst nú á mánudegi. Þessi munur skiptir t.d. máli þegar vikunúmer eru notuð. Oft er einnig rætt um viðskiptaviku eða vinnuviku í þessu sambandi. Dagatöl evrópskra landa hefjast þannig oft á mánudegi, en í t.d. Bandaríkjunum er algengara að reikna frá sunnudegi.
Laugardagur og sunnudagur saman nefnast helgi.