Þjóðveldið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saga Íslands |
Eftir tímabilum |
Miðaldir á Íslandi |
Nýöld á Íslandi |
Nútíminn á Íslandi |
|
Eftir umfjöllunarefni |
|
Þjóðveldið er í Íslandssögunni kallað það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi frá stofnun Alþingis árið 930 til undirritunar gamla sáttmála árið 1262/64 er Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Tímabilið frá 930 til 1262/64 hefur þannig verið kallað „þjóðveldistímabilið“ eða „þjóðveldisöld“.
Því hefur verið haldið fram að þjóðveldið hafi verið trúarríki í þeirri merkingu að goðarnir, sem voru tenging almennings við löggjafann og dómskerfið, voru trúarleiðtogar í heiðni. Síðan árið 1000 við kristnitöku hafi þeir orðið prestar, eða kirkjujarðareigendur með presta á launum hjá sér. Þannig hafi frá upphafi á Íslandi verið samband ríkis og kirkju/ríkistrúar.
Þjóðveldið hefur verið Íslendingum fyrirmynd um gullaldarárin þegar þjóðin var sjálfstæð og var oft vísað til þess í sjálfsstæðisbaráttunni sem réttlæting fyrir endurreisn sjálfsstæðis og þjóðveldis íslensku þjóðarnnar. Einnig hefur það verið mörgum Anarkó-kapítalistum og frjálshyggjumönnum dæmi um það frjálsa samfélag sem kenningar þeirra geti leitt af sér þar sem þjóðveldið var (að minnsta kosti að nafninu til) laust við framkvæmdavald eða ríkisvald.
[breyta] Tenglar
- Vísindavefurinn: „Hverjir voru starfshættir Alþingis til forna“
- Vísindavefurinn: „Hvers vegna féll Þjóðveldið“
- Umfjöllun um Þjóðveldið eftir hagfræðinginn David Friedman.
- Umfjöllun um þjóðveldið frá "The Free Nation Foundation".
- Umfjöllun um þjóðveldið frá "Ludwig von Mises Institute".
- Bókarýni um "Medieval Iceland: Society, Sagas, and Power"eftir Jesse L. Byock hvers umfjöllunarefni er þjóðveldið