Barack Obama
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barack Hussein Obama yngri (fæddur 4. ágúst 1961) er fulltrúi Illinois á öldungadeild bandaríska þingsins. Samkvæmt heimildum sögudeildar bandarísku öldungadeildarinnar er Barack fimmti bandaríski þingmaðurinn af afrískum ættum sem setið hefur í öldungadeildinni og sá eini sem situr þar á núverandi þingi.
Barack Obama fæddist í Honolulu á Hawaii þann 4. ágúst 1961. Faðir hans, Barack Hussein Obama eldri var skiptinemi þar, en hann kom þangað frá Kenýu. Móðir hans, Ann Dunham kom frá Kansas, nánar tiltekið frá stærstu borg fylkisins, Wichita.
Þann 10. febrúar árið 2007 tilkynnti Obama að hann ætlaði að bjóða sig fram til þess að vera fulltrúi demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008.