Holland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Hollands | Skjaldarmerki Hollands |
Kjörorð ríkisins: Je Maintiendrai (franska: Ég mun viðhalda) |
|
Opinbert tungumál | Hollenska, Frísneska |
Höfuðborg | Amsterdam |
Drottning | Beatrix |
Forsætisráðherra | Jan Peter Balkenende |
Flatarmál - Samtals - % vatn |
131. sæti 41.526 km² 18,41% |
Fólksfjöldi - Samtals (2003) - Þéttleiki byggðar |
59. sæti 16.318.199 393/km² |
Sjálfstæði - yfirlýst - viðurkennt af Spáni |
Frá Spáni 26. júlí 1581 30. janúar 1648 |
Gjaldmiðill | Evra (€) |
Tímabelti | UTC+1 (UTC+2 á sumrin) |
Þjóðsöngur | Het Wilhelmus |
Þjóðarlén | .nl |
Landsnúmer | 31 |
Konungsríkið Holland er land í Evrópu við Norðursjó sem á landamæri að Þýskalandi og Belgíu. Landið var efnahagslegt stórveldi á 16. til 18. öld.
Landið er mjög flatt og hlutar þess liggja undir sjávarmáli, enda er landið í raun óshólmar Rínarfljóts. Hollendingar hafa reist mikla stíflugarða og landfyllingar til að draga úr hættu á flóðum. Landið er einnig með þeim þéttbýlustu í veröldinni. Holland er frægt fyrir síki sín, vindmyllur, túlípana og tréklossa og einnig töluvert frjálslyndi í félagslegum efnum. Landið hýsir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna og þó að höfuðborgin sé skilgreind í stjórnarskránni sem Amsterdam þá hefur ríkisstjórn landsins í raun aðsetur í Haag.
Á íslensku og fleiri tungumálum er vísað til landsins sem Hollands en það er þó líklegt að það gæti móðgað einhverja íbúa landsins þar sem Holland nær strangt til tekið einungis til héraðanna í mið og vesturhluta landsins. Þetta er ekki ólíkt því að tala um allt Bretland sem England. Á sumum tungumálum er notast við heitið Niðurlönd sem sögulega séð er heiti á því svæði sem samsvarar nokkurn veginn Benelúxlöndunum þremur, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg. Í hollensku er talað um Konungsríkið Niðurlönd þegar rætt er um ríkið allt, að meðtöldum Hollensku Antillaeyjum og Arúba, en Niðurland í eintölu þegar einungis er átt við Evrópuhluta þess.
Undir yfirráðum annarra ríkja: Álandseyjar · Færeyjar · Gíbraltar · Guernsey · Jersey · Mön · Svalbarði