Basalt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Basalt er basískt storkuberg (gosberg) samansett af plagíóklas, ólivín, pýroxen og seguljárnsteins-steindum. Gjarnan er í því einnig basaltgler. Basalt skiptist í þrjá flokka eftir gerð; blágrýti, grágrýti og móberg. 70% af heildaryfirborði jarðar er talið vera basalt. Við eldgos úr möttli jarðar myndast basalt.