Eiffelturninn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eiffelturninn er turn úr járni á Champ de Mars París við hlið árinnar Signu. Er hæsta bygging í París og eitt af þekktustu kennileitum í heiminum. Turninn er nefndur eftir hönnuðinum, Gustave Eiffel og er frægur ferðamannastaður. Eiffelturninn var byggður árið 1889 og er 324 metrar að hæð og vegur 7300 tonn. Mögulegt er að ganga hluta leiðarinnar upp í turninn, eða 1660 þrep, en taka verður lyftur til þess að komast á toppinn.