Evripídes
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evripídes (forngríska: Ευριπίδης; um 480 – 406 f.Kr.) var yngstur stóru harmleikjaskáldanna þriggja (hin voru Sófókles og Æskýlos) sem sömdu fyrir Díonýsosarhátíðina í Aþenu. Í fornöld var talið að hann hefði skrifað 92 verk, en fjögur þeirra eru líklega eftir Kritías. Átján verk eru enn til í heilu lagi, en misstór brot af flestum hinna eru þekkt. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa samið Kýklópann, eina satýrleikinn sem enn er til í heilu lagi. Þekktustu verk hans eru harmleikirnir Alkistes, Medea, Elektra og Bakkynjurnar.