Flugvöllur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flugvöllur er staður þar sem flugvélar og aðrar tegundir loftfara geta tekið á loft og lent. Á flugvelli er yfirleitt minnst ein flugbraut (eða lendingarpallur fyrir þyrlur), en önnur algeng aðstaða eru t.d. flugturn, flugskýli og flugstöðvarbyggingar. Á flugvöllum getur farið fram ýmis þjónusta eins og flugvallarþjónusta, flugumferðarstjórn og ýmis þjónusta við farþega.