Heilaga rómverska ríkið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hið Heilaga rómverska ríki (þýska: Heiliges Römisches Reich, ítalska: Sacro Romano Impero, latína: Sacrum Romanum Imperium) var stjórnarsamband landa í vestur- og mið-Evrópu sem var við lýði frá Verdun-samningnum árið 843 þar til það var leyst upp við stofnun Austurríska keisaradæmisins og Þýska bandalagsins árið 1806.