Júlíus Caesar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Júlíus Caesar (stundum einnig ritað Júlíus Sesar á íslensku, 13. júlí um 100 f.Kr. – 15. mars 44 f.Kr.) var rómverskur herforingi, sagnaritari og stjórnmálamaður og síðar einvaldur í Róm.
Caesar var drepinn af hópi félaga hans sem héldu því fram að þeir væru að bjarga Róm. Þá mælti Júlíus Caesar að sögn Williams Shakespeares hin frægu orð; „Og þú líka, Brútus“ (Et tu, Brute). Rétt mun þó vera að hann hafi mælt á grísku: „και συ τεκνον“ sem myndi á íslensku útleggjast sem: „Einnig þú, barn.“