Kleópatra
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Þessi grein fjallar um forn-egypsku drottninguna Kleópötru. Einnig er til íslenska kvenmansnafnið Kleópatra.
Kleópatra VII Fílópator (janúar 69 f.Kr. – 12. ágúst 30 f.Kr.) var drottning Egyptalands hins forna, síðasti meðlimur Ptolemaja og þar með síðasti helleníski þjóðhöfðingi Egyptalands. Þótt fleiri drottningar Egypta hafi heitið Kleópatra, er hún sú sem almennt er átt við þegar minnst er á Kleópötru.
Hún var meðstjórnandi í Egyptalandi, fyrst með föður sínum, Ptolemajosi XII, eiginmanni sínum og bróður, Ptolemajosi XIV, og síðar með syni sínum Caesarion. Hún átti í ástarsambandi við Júlíus Caesar og gerði síðar bandalag við Markús Antoníus eftir dauða Caesars. Hún giftist síðar Markúsi Antoníusi og átti son með honum.
Þegar Octavíanus, lögmætur erfingi Caesars (síðar Ágústus keisari), réðist inn í Egyptaland með rómverska herinn, framdi hún sjálfsmorð. Hennar er minnst í leikriti Shakespeares Antoníus og Kleópatra og í fjölmörgum kvikmyndum.