Keisari
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Keisari er titill (karlkyns) einvalds sem er almennt séð litið svo á að sé æðri konungi. Samsvarandi titill konu er keisaraynja eða keisaradrottning, hvort sem um er að ræða ríkjandi keisaraynju eða eiginkonu ríkjandi keisara. Íslenska orðið kemur úr þýsku, Kaiser, sem aftur er dregið af nafni Júlíusar Caesars. Slavneski titillinn tsar er dreginn af sama orði.
Keisari ræður yfirleitt yfir keisaradæmi eða heimsveldi (ríki sem inniheldur mörg áður sjálfstæð ríki eða svæði sem eru landfræðilega og menningarlega aðgreind).
- Í dag er titillinn notaður af þjóðhöfðingja Japan.
- 1976-79 tók Jean-Bédel Bokassa í Austur-Kongó upp titilinn og kallaði sig Bokassa 1. keisara.
- Í Eþíópíu var þjóðhöfðinginn kallaður keisari til 1974 þegar Haile Selassie sagði af sér.