1974
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 30. janúar - G. Gordon Liddy fundinn sekur í Watergate-málinu.
- 4. febrúar - Patricia Hearst, 19 ára barnabarn útgefandans William Randolph Hearst, er rænt.
- 13. febrúar - Rithöfundinum og nóbelsverðlaunahafanum Alexander Solzhenitsyn er vísað frá Sovétríkjunum (hann sneri ekki aftur fyrr en þann 27. maí, 1994).
- 1. mars - Sjö aðilar eru ákærðir fyrir að hindra réttvísina í Watergate-málinu.
- 8. mars - Charles de Gaulle flugvöllurinn opnar í París.
- 10. mars - Japaníski hermaðurinn Hiroo Onoda gefst upp fyrir Filipseyingum, 29 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
- 6. apríl - Sænska hljómsveitin Abba vinnur Eurovision. Þetta var í fyrsta skipti sem Svíþjóð vann.
- 10. apríl - Golda Meir segir af sér sem forsætisráðherra Ísraels.
- 25. apríl - Nellikubyltingin hefst í Portúgal þar sem einræðisstjórn landsins er steypt af stóli.
- 29. júní - Isabel Peron tekur við sem forsætisráðherra Argentínu.
- 30. júní - Alberta Williams King, móðir Martin Luther King, myrt.
- 7. júlí - Vestur-Þýskaland vinnur heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu þegar lið landsins vinnur Hollendinga 2-1.
- 20. júlí - Tyrkir gera innrás í Kýpur.
- 23. júlí - Gríska herforingjastjórnin fellur.
- 9. ágúst - Richard Nixon segir af sér sem forseti Bandaríkjanna, fyrstur allra forseta til að gera það. Gerald Ford, áður varaforseti, tekur við og verður þannig 38. forseti landsins.
- 21. nóvember - George W. Bush er rekinn úr Bandaríska flughernum.
- 22. nóvember - Palestínumönnum veitt áheyrnarstaða hjá Sameinuðu þjóðunum.
- 27. nóvember - Hryðjuverkalög taka gildi í Bretlandi.
- 8. desember - Grískir kjósendur hafna því að taka aftur upp konungsveldi.
- 24. desember - Í Ástralíu leggur fellibylur borgina Darwin nánast í rúst.
[breyta] Á Íslandi
- 10. janúar - Þjóðgarður stofnaður í Jökulságljúfrum.
- 8. febrúar - Concorde þota lendir í Keflavík.
- 26. febrúar - Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Kertalog eftir Jökul Jakobsson.
- 12. mars - Háskóli Íslands sæmir Gunnari Gunnarssyni og Þórbergi Þórðarsyni titlinum doctor litterarum islandicum honoris causa.
- 24. mars - Varðskipið Týr kemur til landsins.
- 3. apríl - Alþingi lýsir Surtsey friðland.
- 8. maí - Alþingi afgreiðir Grunnskólafrumvarpið sem lög.
- 12. maí - Félag rithöfunda stofnað.
- 20. maí - Háskólinn í Óðinsvéum sæmir Kristján Eldjárn heiðursdoktorsnafnbót.
- 3. júní - Menntaskólinn á Ísafirði útskrifar fyrstu stúdentana.
- 5. júní - Ólafur V. noregskonungur heimsækir Ísland.
- 6. júní - Reykvíkingar kjósa Birgi Ísleif Gunnarsson sem borgarstjóra.
- 30. júní - Alþingiskosningar haldnar.
- 2. júlí - Ólafur Jóhannesson biðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína.
- 14. júlí - Þjóðvegur 1 (Hringvegurinn) fullgerður með opnun Skeiðarárbrúar.
- 25. júlí - Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðar að íslendingum sé óheimilt að útvíkka landhelgi sína í 50 mílur.
- 28. ágúst - Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við völdum og Geir Hallgrímsson verður forsætisráðherra.
- 29. september - Auður Eir Vilhjálmsdóttir er fyrst kvenna til að vígjast til prests.
- 10 október - Norræna eldfjallastöðin opnar formlega.
- 19. október - Geirfinnur Einarsson hverfur í Keflavík sem markar upphaf Guðmundar og Geirfinnsmálsins svonenfnda.
- 29. nóvember - Þjóðverjar setja löndunarbann á íslensk skip í þýskum höfnum.
- 1. desember - Hús Jóns Sigurðssonar formlega vígt í Kaupmannahöfn.
- 20. desember - Tvö snjóflóð falla á Neskaupsstað með þeim afleiðingum að tólf manns farast.
[breyta] Fædd
- Páll Rósinkranz, tónlistarmaður.
- Samúel J. Samúelsson, tónlistarmaður.
- Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður.
- Mikael Torfason, rithöfundur.
- Selma Björnsdóttir, söngkona.
[breyta] Dáin
- 4. apríl - Guðmundur Böðvarsson, skáld.
- 21. september - Sigurður Nordal, rithöfundur og fræðimaður (f. 1886).
- 11. nóvember - Þórbergur Þórðarson, rithöfundur (f. 1888).
- 23. nóvember - Páll Ísólfsson, tónskáld.
[breyta] Erlendis
[breyta] Fædd
- 16. janúar - Kate Moss, ensk fyrirsæta.
- 31. janúar - Ian Huntley, enskur morðingi.
- 13. febrúar - Robbie Williams, enskur söngvari.
- 9. apríl - Jenna Jameson, bandarísk leikkona
- 17. apríl - Victoria Beckham, ensk söngkona (Spice Girls) og eiginkona David Beckham.
- 28. apríl - Penélope Cruz, spænsk leikkona.
- 24. maí - Ruslana, úrkaínsk söngkona.
- 1. júní - Alanis Morissette, kanadísk söngkona.
- 2. júní - Gata Kamsky, bandarískur skákmaður.
- 31. júlí - Emilia Fox, ensk leikkona.
- 9. ágúst - Matt Morris, körfuboltamaður
- 18. september - Sol Campbell, enskur knattspyrnumaður.
- 28. október - Joaquin Phoenix, bandarískur leikari.
- 5. nóvember - Ryan Adams, bandarískur söngvari og lagahöfundur.
- 11. nóvember - Leonardo DiCaprio, bandarískur leikari.
- 1. desember - Costinha, portúgalskur knattspyrnumaður.
[breyta] Dáin
- 2. apríl - Georges Pompidou, forseti Frakklands (f. 1911).
- 19. apríl - Ayub Khan, forseti Pakistans (f. 1907).
- 24. maí - Duke Ellington, bandarískur djasspíanisti (f. 1899).
- 22. júní - Darius Milhaud, franskt tónskáld (f. 1892).
- 1. júlí - Juan Domingo Perón, forseti Argentínu (f. 1895).
- 11. júlí - Pär Lagerkvist, sænskur rithöfundur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels (f. 1891).
- 24. nóvember - Nick Drake, enskur lagahöfundur og söngvari (f. 1948).
[breyta] Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Sir Martin Ryle, Antony Hewish
- Efnafræði - Paul J. Flory
- Læknisfræði - Albert Claude, Christian de Duve, George E. Palade
- Bókmenntir - Eyvind Johnson, Harry Martinson
- Friðarverðlaun - Séan MacBride, Eisaku Sato
- Hagfræði - Gunnar Myrdal, Friedrich von Hayek