New Immissions/Updates:
boundless - educate - edutalab - empatico - es-ebooks - es16 - fr16 - fsfiles - hesperian - solidaria - wikipediaforschools
- wikipediaforschoolses - wikipediaforschoolsfr - wikipediaforschoolspt - worldmap -

See also: Liber Liber - Libro Parlato - Liber Musica  - Manuzio -  Liber Liber ISO Files - Alphabetical Order - Multivolume ZIP Complete Archive - PDF Files - OGG Music Files -

PROJECT GUTENBERG HTML: Volume I - Volume II - Volume III - Volume IV - Volume V - Volume VI - Volume VII - Volume VIII - Volume IX

Ascolta ""Volevo solo fare un audiolibro"" su Spreaker.
CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Kvikmyndagerð á Íslandi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Kvikmyndagerð á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kvikmyndagerð á Íslandi einkenndist lengi vel (og jafnvel enn) af frumkvöðlasstarfsemi og gerð ódýrra kvikmynda. Vísir að sjálfstæðum kvikmyndaiðnaði fór ekki að myndast fyrr en undir lok 20. aldar en fram að því var kvikmyndagerð nátengd annarri starfsemi, svo sem ljósmyndun, íslensku leikhúsunum og Ríkissjónvarpinu eftir að það tók til starfa árið 1966. Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið tiltölulega mikil en fjöldi áhorfenda takmarkaður miðað við þann kostnað sem felst í kvikmyndagerð.

Gjarnan er talað um að stofnun Kvikmyndasjóðs 1978 marki upphaf samfelldrar kvikmyndagerðar á Íslandi og er þannig talað um fyrstu kvikmyndina sem kom út og gerð var með styrk úr sjóðnum, Land og syni, sem fyrstu „alvöru“ íslensku kvikmyndina. Ekki má þó gleyma því að á 5. og 6. áratugnum stóð kvikmyndagerð með nokkrum blóma á Íslandi og stórmyndir á borð við 79 af stöðinni sem gerðar voru á 7. áratugnum voru að hluta til framleiddar af Íslendingum og með íslenskum leikurum í aðalhlutverkum.

Síðustu ár hefur aftur færst í vöxt að íslensk kvikmyndafyrirtæki taki að sér að vera innlendur samstarfsaðili fyrir erlenda framleiðendur sem hafa hug á að taka kvikmyndir á Íslandi. Nýlegt dæmi um slíkt samstarf er kvikmynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers, sem tekin var að hluta nálægt Krýsuvík í samstarfi við íslenska fyrirtækið Truenorth Productions.

Kvikmyndamiðstöð Íslands [1] var stofnuð árið 2001 og hefur umsjón með styrkjum til kvikmyndagerðar og gerðar leikins sjónvarpsefnis auk sjö manna kvikmyndaráðs sem menntamálaráðherra skipar samkvæmt tilnefningum frá fagsamtökum kvikmyndagerðarfólks. Kvikmyndasjóður veitti árið 2006 um 300 milljónir króna í styrki.

Edduverðlaunin eru verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni. Þau hafa verið veitt árlega frá 1999. Akademían sér einnig um val á framlagi Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna.

Efnisyfirlit

[breyta] Saga kvikmyndagerðar á Íslandi

[breyta] Fyrstu kvikmyndirnar

Kvikmyndagerð á Íslandi má segja að hafi hafist þegar danskt tökulið, sem taldi meðal annars stórstjörnuna Clöru Pontoppidan, ferðaðist til Íslands árið 1919 til þess að kvikmynda Sögu Borgarættarinnar eftir sögu Gunnars Gunnarssonar á vegum Nordisk Film. Sett var upp „kvikmyndaver“ í Reykjavík og nokkrir íslenskir leikarar léku aukahlutverk auk Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) sem lék eitt af aðalhlutverkunum. Kvikmyndin tengist frumkvöðlum í íslenskri kvikmyndagerð beint vegna þess að þar kynntist Óskar Gíslason, sem síðar varð afkastamikill kvikmyndagerðarmaður, filmuvinnu í fyrsta skipti.

1923 kom aftur tökulið til Íslands frá Danmörku til að taka upp Höddu Pöddu eftir handriti Guðmundar Kamban, en það sama ár var líka frumsýnd fyrsta kvikmyndin sem var leikstýrð og framleidd af Íslendingi, gamanmynd Lofts Guðmundssonar, Ævintýri Jóns og Gvendar, sem var stutt og sýnd sem aukamynd í Nýja Bíói. Myndin hlaut misjafnar viðtökur en Loftur hélt áfram og sendi frá sér Ísland í lifandi myndum 1925 sem var löng Íslandslýsing sem Loftur hafði tekið víða á Íslandi sumarið áður. Loftur hélt áfram að taka kvikmyndir, yfirleitt stuttar heimildarmyndir en 1949 sendi hann frá sér Milli fjalls og fjöru, fyrstu leiknu íslensku kvikmyndina í fullri lengd sem jafnframt var fyrsta íslenska talmyndin.

Á síðari hluta 5. áratugarins kom út töluverður fjöldi af heimildarmyndum og ber þar líklega hæst Björgunarafrekið við Látrabjarg sem Óskar Gíslason gerði 1949.

[breyta] Fyrsta íslenska „kvikmyndavorið“

Kvikmynd Lofts Guðmundssonar, Milli fjalls og fjöru, er fyrsta leikna íslenska kvikmyndin í fullri lengd. Hún var frumsýnd 1949. Tveimur árum síðar fylgdi hann henni eftir með Niðursetningnum en hann var þá orðinn veikur og lést árið eftir, eða 1952. 1950 kom út önnur leikna íslenska kvikmyndin, barnamyndin Síðasti bærinn í dalnum, eftir Óskar Gíslason með vísunum í íslenska þjóðsagnahefð. Árið eftir gerði Óskar svo gamanmyndina Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra. Hann var gríðarlega afkastamikill allan 6. áratuginn með kvikmyndum eins og Ágirnd 1952 og Nýtt hlutverk 1954. Árið áður kom út stuttmyndin Tunglið, tunglið, taktu mig eftir Ásgeir Long og Valgarð Runólfsson. Þeir gerðu síðan Gilitrutt sem var frumsýnd árið 1957. Það sama ár stofnaði Óskar Gíslason kvikmyndaverið Íslenzkar kvikmyndir h.f. sem varð fljótlega gjaldþrota. Eftir það liðu heil tuttugu ár þar til næsta leikna íslenska kvikmyndin, sem alfarið var framleidd á Íslandi, leit dagsins ljós, Morðsaga Reynis Oddssonar 1977.

[breyta] Erlent samstarf

19. ágúst 1949, sama ár og fyrsta leikna íslenska kvikmyndin í fullri lengd var frumsýnd, var fyrirtækið Edda-Film stofnað í Reykjavík í þeim tilgangi að vera samstarfsaðili fransks framleiðenda sem ætlaði sér að kvikmynda Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar á Íslandi. Ekkert varð úr þeirri framleiðslu en fyrirtækið hélt áfram og tók þátt árið 1954 í framleiðslu Sölku Völku í leikstjórn sænska leikstjórans Arne Mattsson. Næsta verkefni sem fyrirtækið réðst í var gerð 79 af stöðinni (1962) sem var framleidd í samstarfi við Nordisk Film og í leikstjórn danska leikstjórans Erik Balling, en fjármögnuð af Íslendingum (meðal annars styrk frá menntamálaráði) og með íslenskum leikurum.

Forsvarsmenn fyrirtækisins beittu sér fyrir ríkisstyrkjum til kvikmyndagerðar en þær hugmyndir fengu lítinn hljómgrunn framan af og fyrirtækið réðist ekki beint í framleiðslu annarra kvikmynda þótt það tæki þátt í gerð myndar Gabriels Axels, Rauðu skikkjunnar, 1967. Fyrirtækið lognaðist út af undir lok 8. áratugarins.

[breyta] Samtíminn

Mikil gróska hefur verið í íslenskri kvikmyndagerð síðustu ár. Haustið 2006 samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar að hefja kynningarátak til þess að vekja athygli erlendra kvikmyndagerðarmanna á því að koma til Íslands og stunda iðju sína. Skipuð var nefnd með fulltrúum Reykjavíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík innanborðs og ber henni að skila tillögum sínum um leiðir í þá áttina ekki seinna en í júlí 2007.[1] Um miðjan nóvember 2006 skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, undir samkomulag milli ríkisins og samtaka í íslenskri kvikmyndagerð. Áætlun þessi setur íslenskri kvikmyndagerð það markmið að fjórar íslenskar kvikmyndir séu gerðar á ári hverju. Styrkir Kvikmyndasjóðs munu hækka úr 40% í 50% og samanlagt munu framlög ríkisins hækka úr 372 milljónum árið 2006 í 700 milljónir árið 2010.[2][3]

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tilvísanir

[breyta] Heimildir

Kvikmyndagerð á Íslandi
Listar
Kvikmyndir • Heimildamyndir • Stuttmyndir • Sjónvarpsþættir • Sjónvarpsmyndir  • Kvikmyndir tengdar Íslandi • Kvikmyndahús • Kvikmyndafyrirtæki
Fólk
Leikstjórar • Leikarar
Annað
Edduverðlaunin • ÍKSA • Kvikmyndamiðstöð Íslands • Kvikmyndasjóður Íslands • Kvikmyndasafn Íslands • Kvikmyndaskóli Íslands • SMÁÍS • Kvikmyndaskoðun
Á öðrum tungumálum

Static Wikipedia (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2006 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu

Static Wikipedia February 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu