Michel de Montaigne
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki Heimspeki 16. aldar |
|
---|---|
Nafn: | Michel Eyquem de Montaigne |
Fædd/ur: | 28. febrúar 1533 |
Dáin/n: | 13. september 1592 |
Skóli/hefð: | Efahyggja |
Helstu ritverk: | „Ritgerð um Raymond Sebond“ |
Helstu viðfangsefni: | efahyggja, þekkingarfræði, stjórnmál |
Markverðar hugmyndir: | ekkert verður vitað, ef til vill ekki einu sinni það; frjálslyndi |
Áhrifavaldar: | Sextos Empeirikos, Plútarkos |
Hafði áhrif á: | René Descartes, Jean-Jacques Rousseau, Ralph Waldo Emerson, Friedrich Nietzsche |
Michel Eyquem de Montaigne (28. febrúar 1533 – 13. september 1592) var franskur heimspekingur og einn af áhrifamestu höfundum Frakklands á 16. öld. Montaigne er þekktur fyrir að hafa fundið upp ritgerðina — hann varð þekktur fyrir að tvinna áreynslulaust saman alvörugefinni fræðilegri umfjöllun og óformlegri frásögn með sjálfsvægisögulegu ívafi — og í umfangsmiklu ritgerðasafni hans (oft nefnt Tilraunir) inniheldur fjölmargar ritgerðir sem höfðu mikil áhrif á aðra höfunda. Montaigne hafði bein áhrif á höfunda allt frá Shakespeare til Emersons, frá Nietzsche til Rousseaus, ekki síst á René Descartes.
Á sínum tíma naut Montaigne þó fyrst og fremst virðingar sem stjórnmálamaður. Tilhneigin hans til þess að segja sögur og persónulegar endurminningar var álitin löstur fremur en nýbreytni og kjörorð hans „Ég er sjálfur umfjöllunarefni bókar minnar“ höfðu samtímamenn hans til marks um sjálfumgleði. Þegar fram liðu stundir öðlaðist Montaigne þó viðurkenningu sem helsti málsvari síns tíma fyrir efasemdir aldarinnar. Önnur kjöorð hans voru „Hvað veit ég?“ („Que sais je?“)
[breyta] Heimildir og ítarefni
- Greinin „Michel de Montaigne“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. desember 2006.
- Popkin, Richard, The History of Scepticism: From Savonarola to Bayle (Oxford: Oxford University Press, 2003). ISBN 0195107683
[breyta] Tengt efni
- Efahyggja
- Francisco Sanches