Friedrich Nietzsche
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki Heimspeki 19. aldar |
|
---|---|
![]() |
|
Nafn: | Friedrich Wilhelm Nietzsche |
Fædd/ur: | 15. október 1844 |
Dáin/n: | 25. ágúst 1900 |
Skóli/hefð: | Meginlandsheimspeki, undanfari tilvistarspekinnar |
Helstu ritverk: | Mannlegt allt of mannlegt, Svo mælti Zaraþústra, Handan góðs og ills, Um sifjafræði siðferðisins |
Helstu viðfangsefni: | siðfræði, sifjafræði siðferðisins, frumspeki, þekkingarfræði, fagurfræði |
Markverðar hugmyndir: | þrælasiðferði, ofurmennið, eilíf endurkoma hins sama, viljinn til valda, tómhyggja, apollónísk-díonýsísk tvíhyggja |
Áhrifavaldar: | Herakleitos, Sókrates, Platon, Michel de Montaigne, Johann Wolfgang von Göthe, Arthur Schopenhauer, Jacob Burckhardt, Richard Wagner |
Hafði áhrif á: | Rainer Maria Rilke, Muhammad Iqbal, Martin Heidegger, Georges Bataille, Albert Camus, Jean-Paul Sartre, Ayn Rand, Karl Jaspers, Michel Foucault, Jacues Derrida, Gilles Deleuze |
Friedrich Wilhelm Nietzsche (15. október 1844 – 25. ágúst 1900) var þýskur fornfræðingur og heimspekingur. Gagnrýni hans á menningu, trúarbrögð og heimspeki síns tíma snerist að verulegu leyti um spurningar um jákvæð og neikvæð viðhorf til lífsins í hinum ýmsu siðferðiskerfum. Ritverk Nietzsches einkennast af kraftmiklum stíl, skarpskyggni og hárfínni nálgun við viðfangsefnið. Nietzsche var ekki gefinn mikill gaumur meðan hann lifði en á síðari hluta 20. aldar hefur hann fengið viðurkenningu sem mikilvægur hugsuður í nútímaheimspeki. Á 20. öld hafði hann mikil áhrif á tilvistarspeki, fyrirbærafræði, póststrúktúralisma og póstmódernísk viðhorf. Skiptar skoðanir eru um hvernig beri að túlka heimspeki Nietzsches.
Efnisyfirlit |
[breyta] Helstu ritverk
- Fæðing harmleiks (Die Geburt der Tragödie), 1872
- Mannlegt allt of mannlegt (Menschliches, Allzumenschliches: Ein Buch für freie Geister), 1878
- Dögun (Morgenröte: Gedanken über die moralischen Vorurteile), 1881
- Hin hýru vísindi (Die fröhliche Wissenschaft einnig nefnd La gaya scienza), 1882/1887
- Svo mælti Saraþústra: Bók fyrir alla og engan (Also sprach Zarathustra: Ein Buch für Alle und Keinen), 1883-5
- Handan góðs og ills (Jenseits von Gut und Böse), 1886
- Um sifjafræði siðferðisins (Zur Genealogie der Moral: Eine Streitschrift), 1887
- Ljósaskiptin eða hvernig maður stundar heimspeki með hamri (Götzen-Dämmerung oder Wie man mit dem Hammer philosophiert), 1888
- Andkristur (Der Antichrist), 1888
- Sjá manninn (Ecce Homo: Wie man wird, was man ist), 1888
[breyta] Tengt efni
[breyta] Heimild
- Greinin „Friedrich Nietzsche“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. apríl 2006.
[breyta] Tenglar
- „Friedrich Nietzsche Society“
- „Nietzsche Chronicle“ (ítarlegt áviágrip)
- Á Stanford Encyclopedia of Philosophy:
- Á Vísindavefnum:
- Vísindavefurinn: „Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?“