Sighvatur Björgvinsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sighvatur Björgvinsson (f. 23. janúar 1942) er íslenskur stjórnmálamaður, fyrrum ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í Vestfjarðakjördæmi árið 1974 og sat síðar á þingi fyrir Samfylkinguna til 2001.
Sighvatur var fjármálaráðherra í minnihlutastjórn Benedikts Gröndals 1979 til 1980, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í Viðeyjarstjórninni frá 1991, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í sömu ríkisstjórn frá 1994 og fór með bæði ráðuneytin síðustu mánuði stjórnarinnar það ár.