Slagæð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Slagæðar flytja (súrefnisríkt) blóð frá hjarta um líkamann og út í háræðarnar. Lungnaslagæðin er þar undanskilin en hún flytur súrefnissnautt blóð frá hjarta til lungans. Slagæðar eru þykkari en bláæðar, til að geta staðið undir þeim þrýstingi sem myndast í þeim þegar hjartað slær blóði.