Tún
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tún er ræktað land til sláttar eða beitar handa grasbítum. Í túnum má aðallega finna grös, en einnig ýmsa tvíkímblöðunga. Tún þarf reglulega að endurrækta til að fá fram á ný æskilegar tegundir, er hafa hopað undan ágengari tegundum eftir því sem túnin eldast. Uppskera túna fer að mestu fram með slætti og er uppskeran að stærstum hluta hirt í heyrúllur.
[breyta] Algengustu tegundir túngrasa á Íslandi eru:
- Phleum pratense - Vallarfoxgras
- Poa pratensis - Vallarsveifgras
- Festuca rubra - Túnvingull
- Alopecurus pratensis - Háliðagras
- Agrostis - Língresi
- Lolium perenne - Vallarrýgresi
[breyta] Aðrar eftirsóttar tegundir í túnum:
- Trifolium repens - Hvítsmári
- Trifolium pratense - Rauðsmári
[breyta] Eftirfarandi tegundir eru algengar í eldri túnum og teljast til illgresis:
- Deschampsia caespitosa - Snarrótarpuntur
- Poa annua - Varpasveifgras
- Alopecurus geniculatus - Knjáliðagras
- Ranunculus acris - Brennisóley
- Cerastium fontanum - Vegarfi
- Taraxacum spp. - Túnfífill
- Stellaria media - Haugarfi
- Rumex acetosa - Túnsúra