Vatt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vatt (enska Watt) er SI-mælieining fyrir afl eða afköst, táknuð með W. Dregið af nafni skoska uppfinningamannsins James Watt. Jafngildir einingunni júl á sekúndu, þ.e. 1 W = 1 J/s = 1 Nm/s = 1 kg m2/s3. Einingin hestafl (ha), sem ekki er SI-mælieining, er oft notuð til að mæla afl bílvéla, en 1 ha = 746 W.