William Golding
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sir William Gerald Golding (19. september 1911 – 19. júní 1993) var breskur rithöfundur og ljóðskáld. Golding hlaut mýmörg verðlaun á rithöfundarferli sínum, þar á meðal Nóbelsverðlaunin í bókmenntum og Booker-verðlaunin. Hann er best þekktur fyrir skáldsögu sína Höfuðpaurinn (e. Lord of The Flies).