Beringssund
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beringssund er sund sem er afmarkað af Desnjév-höfða (austasta hluta Asíu) og Prince of Wales-höfða (vestasta hluta Ameríku), sundið er um 85 km breitt og dýpt þess er um 30-50 m, það tengir Tjúktahaf (Chukchi-haf, hluti af Norður-Íshafinu) í norðri og Beringshaf (hluti af Kyrrahafinu) í suðri. Sundið er nefnt eftir danska landkönnuðinum Vitus Bering sem fór yfir það árið 1728.