Bremen
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bremen (Freie Hansestadt Bremen, eða Brimar á íslensku) er borg í Norður-Þýskalandi sem stendur við fljótið Weser 50 km sunnan við ósa árinnar við Bremerhaven. Borgin myndar eigið sambandsland ásamt Bremerhaven við Norðursjó. Íbúafjöldi er um 545 þúsund.
Bremen kom mjög við sögu kristniboðs á Norðurlöndum á miðöldum og þar var Adam frá Brimum sem ritaði Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum um sögu Hamborgarbiskupa, Danmerkur og Norðurlanda á 11. öld.
Bremen gerðist aðili að Hansasambandinu árið 1358 en var rekin úr sambandinu 1427. 1433 fékk hún síðan aftur inngöngu.