Gamal Abdel Nasser
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gamal Abdel Nasser (arabíska: جمال عبد الناصر]; einnig Jamal Abd an-Nasr) (15. janúar 1918 – 28. september 1970) var annar forseti Egyptalands á eftir Muhammad Naguib og er af mörgum talinn einn helsti leiðtogi araba frá upphafi. Hann var einn helsti málsvari arabískrar þjóðernishyggju á 6. og 7. áratug síðustu aldar þar sem helsta áherslan var á samstöðu araba, ekki hvað síst gegn erkióvini þeirra Ísrael.