Golf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Golf er íþrótt þar sem leikmenn reyna að koma kúlu í holu í sem fæstum höggum og er notast við kylfur með mismunandi fláa. Golf er ein af fáum íþróttum sem ekki er spiluð á ákveðið stórum velli eða vallarhelmingi, stærðin fer eftir stærð golfvallarins.
Golf er talið vera frá Skotlandi og hefur verið spilað í að minnsta kosti 500 ár á Bretlandseyjum. Elsti golfvöllur í heimi er Old Links völlurinn við Musselburgh. Golf eins og við þekkjum það í dag hefur verið spilað á Old Links síðan 1672, svipaðar íþróttir voru þó leiknar nokkrum öldum fyrr.
Efnisyfirlit |
[breyta] Uppbygging golfvalla
Golfvellir skiptast í brautir sem hver hefur eina holu. Algengar vallarstærðir eru 9 eða 18 holu vellir sem hafa þá 9 eða 18 brautir.
[breyta] Teigar
Golfleikur hefst ávallt á teig hverrar brautar en þar er svæði til að skjóta kúlunni í átt að holu. Á teigi er notað tí hækkar kúluna frá vellinum. Tí má ekki nota í seinni höggum. Þrír ólíkir teigar eru á hverri braut og skiptast þeir milli þeirra sem nota þá. Þannig fá atvinnumenn einn teig, karlar (áhugamenn) einn og konur og börn (áhugamenn) einn. Vellir sem hafa fjóra teiga eru þó líka til þ.e. atvinnumenn karlar (hvítir), áhugamenn karlar (gulir), atvinnumenn konur (bláir) og svo áhugamenn konur og börn (rauðir)
[breyta] Braut
Þegar skotið er af teig er reynt að hitta á brautina, á brautinni geta verið margar hindanir s.s sandgryfjur, hólar og hæðir, tré og allt það sem venjulega má sjá í okkar daglega umhverfi. Í kringum brautina er þykkur graskargi, eða röff í daglegu máli golfara.
[breyta] Flötin
Á flötinni, eða greeninu, er holan staðsett. Flatir hafa ólíka halla og er grasið þar oftast betur hirt en öðrum hlutum golfvallarins.
[breyta] Gangur leiksins
Þar sem leikurinn gengur út á það að komast hringinn (allar holurnar) á sem fæstum höggum er oft viðmiðunarhöggfjöldi gefinn upp og kallast hann par vallar. Algengt par vallar er 72 en par holu fer aldrei yfir fimm.
Högg á holu hafa ólík nöfn eins og sjá má í töflunni að neðan:
Heiti | Skýring | |
---|---|---|
-4 | þrefaldur-örn (condor) | fjórir undir pari |
-3 | tvöfaldur-örn (albatross) | þrjú högg undir pari |
-2 | örn | tvö högg undir pari |
-1 | fugl | einn undir pari |
0 | par | jafn mörg högg og par holunnar er |
+1 | skolli | einn yfir pari |
+2 | tvöfaldur-skolli | tvei yfir pari |
[breyta] Kúlunni leikið
Til að koma kúlunni í holu er notuð golfkylfa. Þegar kúlu hefur verið leikið má ekki taka hana upp nema með því að merkja staðsetningu hennar með flatarmerki. Leikmaður notar eins mörg högg og krefst til að koma kúlunni í rétta holu. Höggin þurfa að vera blanda af nákvæmni og lengd og er leikurinn því blanda líkamlegrar áreynslu og nákvæmnisíþróttar.
[breyta] Skýringar á algengum orðum
- Teighögg er alltaf fyrsta högg leikmanns á hverri holu, það er tekið af teig.
- Pútt er högg sem tekið er á púttflöt og er síðasta höggið til að koma kúlunni í holuna. Við það er notaður pútter.
- Húkk/Hook kallast það þegar boltanum er slegið til vinstri hjá rétthentum leikmönnum en til hægri hjá örvhentum.
- Slæs/Slice er öfugt við húkk, þ.e. rétthentur leikmaður slær boltann til hægri en örvhentur til vinstri.
[breyta] Útbúnaður
Í golfi eru ekki gerðar kröfur til dýrs útbúnaður, en skulu leikmenn þó klæðast snyrtilegum klæðnaði. Kylfur þarf til leiksins og eru ólíkar útfærslur notaðar við ólík markmið.
[breyta] Trékylfur
Trékylfur eru lengstu kylfurnar í pokanum og eru notaðar þegar taka á löng högg. Fláinn á trékylfum er frá 7,5° til 31° gráður. Skaftið er um 100 - 105 cm, lengdin má ekki fara yfir 47 tommur.
[breyta] Járn
Járnin eru til styttri skota ein trékylfurnar, járn hafa númer frá 1 og upp í 9.
[breyta] Pútter
Pútterinn er notaður þegar boltinn liggur á flötinni, þá reyna kylfingar að sjá breikið (hallan) og ýminda sér hvernig boltinn eigi eftir að rúlla. Pútterinn er s.s. notaður í stutt og nákvæm högg.