Jökull Jakobsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jökull Jakobsson (14. september 1933 – 25. apríl 1978) var íslenskt leikskáld sem skrifaði mikinn fjölda leikverka frá upphafi 7. áratugar 20. aldar þar til hann lést. Leikritið Hart í bak sem var frumsýnt í Iðnó árið 1962 og náði miklum vinsældum, er talið marka upphaf íslenskrar nútímaleikritunar. Auk sviðsverka skrifaði hann mikið af útvarpsleikritum og nokkur sjónvarpsleikrit.
[breyta] Sviðsverk
- Pókók (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1961)
- Hart í bak (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1962)
- Sjóleiðin til Bagdad (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1965)
- Sumarið 37 (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1968)
- Dómínó (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1972)
- Klukkustrengir (frums. Leikfélag Akureyrar, 1973)
- Kertalog (frums. Leikfélag Reykjavíkur, 1974)
- Herbergi 213 eða Pétur mandólín (frums. Þjóðleikhúsið, 1974)
- Sonur skóarans og dóttir bakarans (frums. Þjóðleikhúsið, 1978)
- Í öruggri borg (frums. Þjóðleikhúsið 1979)