Kongófljót
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kongófljót er stærsta fljót Mið-Afríku og annað lengsta fljót Afríku (á eftir Níl). Það er 4.380 km langt. Ef Chambesifljót er talið upptök fljótsins, verður það 4.670 km langt. Fljótið og þverár þess renna í gegnum stærsta regnskóg heims á eftir Amasónfrumskóginum (sem er miklu stærri) og annað stærsta vatnasvið heims. Á milli 1971 og 1997, þegar Lýðveldið Kongó var kallað Saír, kölluðu þarlendir fljótið Saírfljót.
Upptök fljótsins eru í fjöllunum vestan við Sigdalinn mikla í Austur-Afríku og í Tanganjikavatni og Mweruvatni sem renna í Lualabafljót sem verður að Kongó neðan við Boyomafossa. Kongófljót rennur í vesturátt frá Kisangani rétt fyrir neðan fossana, sveigir síðan í suðvestur og rennur framhjá Mbandaka, sameinast Ubangifljóti og rennur í Malebobugðunua þar sem Kinsasa og Brazzaville standa gegnt hvor annarri á árbökkunum. Þaðan mjókkar áin og rennur um flúðir í djúpum gljúfrum (Livingstonefossa) framhjá Matandi og Boma og út í hafið við strandbæinn Muanda.