Magnús lagabætir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
||||
|
||||
|
||||
Ríkisár | 17. desember 1263 - 9. maí 1280 | |||
Skírnarnafn | Magnús Hákonarson | |||
Fædd(ur) | 1. maí 1238 | |||
Dáin(n) | 9. maí 1280 | |||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Hákon gamli | |||
Móðir | Margrét Skúladóttir | |||
Drottning | Ingibjörg Eiríksdóttir | |||
Börn | Eiríkur prestahatari Hákon háleggur |
Magnús lagabætir (Magnús V) (1. maí 1238 – 9. maí 1280) var konungur Noregs frá 1263. Hann tók við af föður sínum Hákoni gamla þegar hann lést í Orkneyjum stuttu eftir orrustuna við Largs þar sem hann átti við Alexander III Skotakonung um yfirráð yfir Suðureyjum. Magnús samdi fljótlega frið við Alexander með Perth-sáttmálanum 1266 þar sem hann lét Suðureyjar og Mön af hendi við Skota.
Viðurnefni sitt fékk Magnús af því að hann samræmdi löggjöf í Noregi með nýjum lögbókum 1274 og 1276. Áður hafði hver landshluti haft sín lög. Hann lét gera lögbókina Járnsíðu handa Íslendingum (lögtekin 1271-1274) en hún mætti andstöðu og lét hann þá semja Jónsbók í staðinn sem var lögtekin 1281 og notuð í heild sinni fram á 18. öld.
Fyrirrennari: Hákon gamli |
|
Eftirmaður: Eiríkur Magnússon prestahatari |