Reggí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reggí er tónlistarstefna sem varð til á Jamaíku seint á 7. áratug 20. aldar og þróaðist þar út frá ska- og rocksteadytónlist. Orðið var hugsanlega fyrst notað af skasveitinni Toots and the Maytals árið 1968. Reggí sló fyrst í gegn um allan heim árið 1973 þegar kvikmyndin The Harder They Come var frumsýnd í New York og fyrsta hljómplata The Wailers, með Bob Marley innanborðs, Catch A Fire, var gefin út af Island Records.
Reggí er oft tengt við Rastafarahreyfinguna sem hafði áhrif á marga reggítónlistarmenn á 8. og 9. áratugnum.