Werner Jaeger
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Werner Jaeger (30. júlí 1888 - 9. október 1961) var þýskur fornfræðingur.
Jaeger fæddist í Lobberich, í Þýskalandi. Hann gekk í skóla í Lobberich og í menntaskóla í Gymnasium Thomaeum í Kempen áður en hann hélt háskólanáms í Marburg. Hann hlaut doktorsgráðu frá Humboldt háskólanum í Berlín árið 1911 fyrir ritgerð um Frumspeki Aristótelesar. Einungis 26 ára gamall varð Jaeger prófessor við háskólann í Basel í Sviss. Einu ári síðar fluttist hann til Kiel og tók við samskonar stöðu þar. Þar var hann þar til árið 1921 en þá sneri hann aftur til Berlínar. Jaeger bjó í Berlín fram til ársins 1936, en þá fluttist hann til Bandaríkjanna vegna óánægju með stjórn Hitlers.
Í Bandaríkjunum tók hann við stöðu prófessors við University of Chicago og gegndi henni til ársins 1939, en þá yfirgaf hann háskólann Chicago og fór til Harvard University í Cambridge, Massachusetts. Hann bjó í Cambridge til dauðadags.
Ef til vill er hann best þekktur fyrir ritið "Paideia", sem er ítarlegt yfirlitsrit um bæði upphaf og síðari tíma viðhorf Forn-Grikkja til eðli menntunar, en Jaegar vonaðist til að ritið myndi hjálpa til þess að endurreisa siðferðishneigð Evrópu, sem hann taldi spillta, til grísks upphafs síns.
[breyta] Ritverk
- Aristoteles frá 1924
- Platons Stellung im Aufbau der griechischen Bildung frá 1928
- Paideia, í þremur bindum, frá 1934, meginverk hans um gríska hugmyndasögu og menntun frá Hómer til Demosþenesar