30. júlí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2006 Allir dagar |
30. júlí er 211. dagur ársins (212. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 154 dagar eru eftir af árinu.
Efnisyfirlit |
[breyta] Á Íslandi
- 1284 - Sturla Þórðarson sagnaritari lést. Hann var lögmaður um skeið og tók saman eina gerð Landnámu og einnig Íslendingasögu.
- 1797 - Geir Vídalín var vígður biskup Skálholtsbiskupsdæmis og fór vígslan fram á Hólum, en aðsetur biskups skyldi vera í Reykjavík.
- 1874 - Kristján IX konungur Íslands og Danmerkur kom til Íslands til að vera viðstaddur þjóðhátíð í byrjun ágúst. Hann var fyrsti konungur Íslands sem kom til landsins.
- 1907 - Friðrik VIII konungur Íslands og Danmerkur kom til Íslands og ferðaðist um Suðurland auk þess að fara til Ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar.
- 1909 - Giftar konur fengu kosningarétt á Íslandi, svo og þær vinnukonur sem greiddu opinber gjöld.
- 1946 - Bifreið var ekið í fyrsta sinn úr Fljótum um Lágheiði og til Ólafsfjarðar og tók ferðin 6 klukkustundir.
- 1951 - Örn Clausen varð Norðurlandameistari í tugþraut, þá 22 ára gamall.
- 1961 - Brú var vígð yfir Hornafjarðarfljót og var hún þá næstlengsta brú landsins, 255 metrar.
- 1977 - Stálvík í Garðabæ hleypti af stokkunum fyrsta skuttogara, sem smíðaður var hérlendis, Stálvík, SI.
- 1994 - Langferðabíll með 32 erlenda ferðamenn valt út af veginum fyrir ofan Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu. Fjölmargir slösuðust og ellefu voru lagðir á sjúkrahús.
[breyta] Atburðir
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |