ON AMAZON:



https://www.amazon.com/Voice-Desert-Valerio-Stefano-ebook/dp/B0CJLZ2QY5/



https://www.amazon.it/dp/B0CT9YL557

We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Hreindýr - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Hreindýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hreindýr
Skógarhreindýr í Kanada
Skógarhreindýr í Kanada
Ástand stofns

Least Concern
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Hjartardýr (Cervidae)
Undirætt: Odocoileinae
Ættkvísl: Rangifer
C.H. Smith, 1827
Tegund: R. tarandus
Tvínefni
Rangifer tarandus
(Linnaeus, 1758)

Hreindýr (fræðiheiti: Rangifer tarandus) eru hjartardýr sem finna má víða á norðurhveli jarðar. Þau eru einstaklega vel aðlöguð að lifa af kulda og snjóþyngsli að vetrarlagi. Andstætt öllum öðrum hjartardýrum bera bæði kynin horn.

Hreindýr má finna á Íslandi, Noregi, norðurhluta Svíþjóðar og Finnlands, á Svalbarða, á norðursvæði evrópska hluta Rússlands þar á meðal Novaya Zemlya, í Asíu hluta Rússlands allt til Kyrrahafs, í Norður-Ameríku, á Grænlandi, í Kanada og Alaska.

Tamin hreindýr er aðallega að finna í norður Skandinavíu og Rússlandi (bæði í evrópska hlutanum og í Síberíu). Villt hreindýr er að finna í Norður-Ameríku og á Grænlandi. Hreindýr í Norður Ameríku og á Grænlandi eru villt en einu núlifandi villtu hreindýrin í Evrópu er að finna á nokkrum stöðum hátt til fjalla í suður Noregi. Íslensku hreindýrin eru afkomendur taminna norskra hreindýra þó svo að þau séu nú villt.

Efnisyfirlit

[breyta] Lýsing

Mikil munur er á stærð dýra allt eftir undirtegundum. Í íslenska stofninum er fallþungi kúa á milli 30 til 40 kg en tarfa á milli 80 og 100 kg. Tamin hreindýr í Skandinvíu eru iðulega stærri, fallþungi kúa á milli 40 - 100 kg og tarfa 70 - 150 kg. Kanadísk hreindýr eru mun stærri og er þar algengt að tarfarnir nái 300 kg fallþyngd. Bæði kynin hafa horn sem vaxa árlega. Þegar þau eru að vaxa eru þau mjúk og klædd dökkbrúnni, flauelskenndri og æðaríkri húð. Þegar hornin eru fullvaxin, harðna þau og falla að lokum af dýrunum. Í skandinavísku undirtegundinni fella eldri tarfar hornin í desember, ungir tarfar snemma vors og kýrnar um mitt sumar.

Hreindýrin eru jórturdýr með fjóra maga. Þau eru jurtaætur og bíta fléttur, starir, grös, lyng, blómplöntur og sveppi. Á veturna krafsa þau upp snjóinn til að komast að fæðu, sem aðallega er fléttur og skófir.

Hreindýrahorn í vexti, sjá má að mjúka húðin er að losna af hægra horni.
Hreindýrahorn í vexti, sjá má að mjúka húðin er að losna af hægra horni.

Hreindýrafeldurinn er í tveimur lögum, þétt stutt undirhár og löng yfirhár. Hárin eru hol að innan, mjög þétt og einangra þess vegna vel. Feldurinn er oftast dökkbrúnn á sumrin en ljósari á veturna. Hreindýr fljóta vel í vatni og hika ekki við langa sundspretti yfir ár og vötn.

[breyta] Útbreiðsla

Hreindýr eru eindregin hjarðdýr en hóparnir eru misstórir eftir árstíma. Fullorðnir tarfar fara oft einförum utan fengitíma. Villt hreindýr fara oftast á milli beitarsvæða á vorin og haustin. Á sama hátt eru flest tamin hreindýr flutt milli beitarsvæða vor og haust. Tiltölulega stórir hófar dýranna auðvelda þeim yfirferðir yfir snjóbreiður og túndrur.

Um tvær miljónir hreindýra lifa í Norður-Ameríku. Í Evrópu og Asíu lifa um 5 miljónir, flest þeirra tamin eða hálftamin. Síðustu viltu hreindýrin í Evrópu er að finna í suðurhluta Noregs. Þau eru af undirtegundinni R. tarandus tarandus. Tamin hreindýr í Skandinavíu eru flest blönduð af undirtegundunum tarandus og fennicus - finnsk skógarhreindýr.

[breyta] Hreindýr á Íslandi

Hreindýr voru flutt til Íslands á árunum 1771 – 87 frá Finnmörku í Noregi. Þau voru sett á land í Vestmannaeyjum, á Suður- og Suðvesturlandi, á Norðausturlandi og á Austurlandi. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, dóu allir út. Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið þar mestu um. Hins vegar dafnaði sá hópur sem fluttur var til Vopnafjarðar árið 1787 og halda þau nú til á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum.

[breyta] Hreindýraveiðar

Hreindýr hafa verið veiðidýr manna allt frá steinöld, meðal annars má finna hellamálverk af hreindýrum í Lascaux-hellinum. Alls staðar þar sem hreindýr voru villt voru þau veidd, oft rekin saman til slátrunar. Enn má finna t.d. í Noregi og á Grænlandi (bæði frá tímum norrænna mann þar og inuíta) steinhleðslur sem notaðar hafa verið til að reka dýrin þangað sem auðvelt var að slátra þeim.

Þar sem enn eru villt hreindýr eru þau veidd en þó alls staðar undir ströngu eftirliti. Í Norður-Ameríku hafa einungis frumbyggjarnir (indíánar, inuítar og yipik) leyfi til að veiða dýrin. Árlega eru um 900 dýr felld á Íslandi samkvæmt ströngu kvótakerfi.

[breyta] Hreindýrabúskapur

Hreindýr mjólkað á 19. öld, mynd frá Noregi
Hreindýr mjólkað á 19. öld, mynd frá Noregi

Hreindýrabúskapur hefur um aldaraðir gegnt mikilvægu hlutverki fyrir líf og afkomu allflestra frumbyggjaþjóða á norðurheimskautasvæðinu í Evrópu og Asíu. Sérstaklega er þar um að ræða Sama, Nenet, Khant, Evenk, Jukaghir, Tjuktji og Koryak. Sennilega hafa menn byrjað að temja hreindýr þegar á bronsöld (um 1500 árum f.Kr.). Aðallega er hreindýrabúskapur stundaður vegna kjöts, felds, og horna. Áður fyrr voru hreindýr einnig notuð sem mjólkurdýr og dráttardýr. Í Síberíu voru hreindýr einnig notuð sem reiðdýr enda eru hreindýrin í Síberíu talsvert stærri en þau Skandinavísku. Hreindýrahjarðir hvers eiganda eru allt frá nokkrum hundruðum dýra til fleiri þúsunda. Hreindýr eru eiginlega hálftamin og ganga laus árið um kring þó eigendur hafi eftirlit með þeim og flytji þau milli beitisvæða allt eftir árstíma. Möluð hreindýrahorn eru seld sem lyf í Austur-Asíu.

[breyta] Tegundir

Hjörð af hreindýrum í Jämtland, Svíþjóð. Fyrstur fer hvítingi
Hjörð af hreindýrum í Jämtland, Svíþjóð. Fyrstur fer hvítingi
  • Skógarhreindýr (R. tarandus caribou), fundist áður á túndrum og skógarsvæðum í norðurhluta Norður-Ameríku allt frá Alaska í vestri til Nýfundnalands í austri og allt suður til Nýja Englands. Þau eru hins vegar horfin af stærstum hluta þessa svæðis og eru alls staðar í útrýmingarhættu nema í norðurhluta Quebec og Labrador í Kanada.
  • Heimaskautahreindýr (R. tarandus eogroenlandicus) var undirtegund á austur Grænlandi fram að aldamótum 1900 sem nú er útdauð.
  • Finnsk skógarhreindýr (R. tarandus fennicus), er að finna í suðurhluta Finnlands og í norður Rússlandi og í Síberíu.
  • Grant hreindýr (R. tarandus granti) er að finna í Alaska og Yukon og Norðvesturhéruðum Kanada.
  • Grænlandshreindýr eðaTúndruhreindýr (R. tarandus groenlandicus), er að finna í Nunavut og Norðvesturhéruðum Kanada og á vestur Grænlandi.
  • Peary hreindýr (R. tarandus pearyi), er að finna í eyjunum í norðurhluta Nunavut og Norðvesturhéruðum Kanada.
  • Svalbarðahreindýr (R. tarandus platyrhynchus), er að finna á Svalbarðseyjum. Þessi hreindýr eru minnst af öllum hreindýrategundum.
  • Villihreindýr (R. tarandus tarandus), er að finna í Skandinavíu, norður Síberíu og norður Kanada.

Á Rangifer.net map er útbreiðslukort yfir hinar ýmsu undirtegundir af hreindýrum.

[breyta] Heimildir

  • Reindeer Roundup! A K-12 Educator's Guide to Reindeer in Alaska. 2004. Carrie Bucki with Greg Finstad and Tammy A. Smith.

Reindeer Research Program, University of Alaska Fairbanks.

[breyta] Ítarefni

Commons
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:

[breyta] Tenglar

Static Wikipedia 2008 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Static Wikipedia 2006 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -

Sub-domains

CDRoms - Magnatune - Librivox - Liber Liber - Encyclopaedia Britannica - Project Gutenberg - Wikipedia 2008 - Wikipedia 2007 - Wikipedia 2006 -

Other Domains

https://www.classicistranieri.it - https://www.ebooksgratis.com - https://www.gutenbergaustralia.com - https://www.englishwikipedia.com - https://www.wikipediazim.com - https://www.wikisourcezim.com - https://www.projectgutenberg.net - https://www.projectgutenberg.es - https://www.radioascolto.com - https://www.debitoformtivo.it - https://www.wikipediaforschools.org - https://www.projectgutenbergzim.com