Þvagefni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þvagefni eða karbamíð er efnasamband köfnunarefnis, vetnis, súrefnis og kolvetnis með byggingarformúluna CON2H4 eða (NH2)2CO. Efnið var fyrst uppgötvað árið 1773 af Hilaire Rouelle og var fyrsta lífræna efnið sem unnið var úr ólífrænu efni árið 1828 af Friedrich Woehler. Þvagefni er meðal annars notað í tilbúinn áburð, í sígarettur, í tannhvítnunarefni og til að brúna saltkringlur.