Súrefni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nitur | Súrefni | Flúor | ||||||||||||||||||||||
Brennisteinn | ||||||||||||||||||||||||
|
Súrefni (eða ildi) er frumefni með efnatáknið O og er númer átta í lotukerfinu. Frumefnið er mjög algengt, ekki bara á jörðu heldur líka annars staðar alheiminum. Súrefni í sameindarformi (O2) er varmafræðilega óstöðugt á jörðu. Það myndaðist fyrst sökum verkunar ljóstillífandi loftfælninga (fornbaktería) aftur í fornlífsöld. Allsgnægt þess í seinni tíð hefur mestmegnis komið frá jarðneskum plöntum, sem að gefa frá sér súrefni við ljóstillífun.