Greindarvísitala
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árið 1912 kom þýski sálfræðingurinn William Stern fram með þá hugmynd að hægt væri að reikna út greindarvísitölu út frá greindarprófum. Hann reiknaði greindarvísitölu út frá prófi sem franski sálfræðingurinn Alfred Binet hafði búið til. Þetta gerði Stern með ákveðinni formúlu; með því að deila í aldursstig (greindaraldur) sem prófið sýndi með lífaldri próftakans. Talan sem kom út átti að sýna hæfni fólks til að læra og hvar það stóð miðað við jafnaldra sína.