James Cook
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
James Cook (27. október 1728 – 14. febrúar 1779) var breskur landkönnuður og kortagerðarmaður sem fór þrjár langar ferðir Kyrrahafsins á árunum 1768 til 1779 þegar íbúar Hawaii drápu hann í átökum vegna stolinna léttabáta. Cook varð fyrstur Evrópubúa til að kanna margar Kyrrahafseyja, eins og Páskaeyju. Ferðir hans juku mjög á þekkingu Evrópubúa á Kyrrahafinu og urðu hvatinn að stofnun breskrar fanganýlendu á Ástralíu á síðari hluta 18. aldar.