27. október
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2006 Allir dagar |
27. október er 300. dagur ársins (301. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 65 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1553 - Kalvínistar brenndu Miguel Serveto sem trúvilling í Genf.
- 1682 - Philadelphia stofnuð í Norður-Ameríku.
- 1936 - Í Menntaskólanum í Reykjavík var afhjúpað minnismerki um Níels R. Finsen (1860 - 1904), sem varð stúdent frá skólanum í júlí 1882. Níels var brautryðjandi í ljóslækningum og hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1903. Hann var íslenskur í föðurætt, afkomandi Hannesar Finnssonar biskups.
- 2005 - Miklar óeirðir hefjast í París vegna óánægju ungs fólks af erlendum uppruna. Óeirðir halda áfram vítt og breytt um landið næstu þrjár vikurnar.
[breyta] Fædd
- 1728 - James Cook, breskur landkönnuður og kortagerðarmaður (d. 1779).
- 1932 - Sylvia Plath, bandarískt ljóðskáld, rithöfundur og smásagnahöfundur (d. 1963).
- 1939 - John Cleese, breskur leikari.
[breyta] Dáin
- 1605 - Akbar mikli, mógúlkeisari (f. 1542).
- 1674 - Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld (f. 1614), lést á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd aðeins sextugur að aldri. Banamein hans var holdsveiki.
- 1968 - Lise Meitner, austurrískur eðlisfræðingur (f. 1878).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |