Meginlandsheimspeki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
Saga vestrænnar heimspeki |
---|
Fornaldarheimspeki |
Forverar Sókratesar |
Klassísk heimspeki |
Hellenísk heimspeki |
Rómversk heimspeki |
Heimspeki síðfornaldar |
Miðaldaheimspeki |
Skólaspeki |
Heimspeki endurreisnartímans |
Heimspeki 15. aldar |
Heimspeki 16. aldar |
Nýaldarheimspeki |
Heimspeki 17. aldar |
Heimspeki 18. aldar |
Heimspeki 19. aldar |
Heimspeki 20. aldar |
Rökgreiningarheimspeki |
Meginlandsheimspeki |
Heimspeki samtímans |
Meginlandsheimspeki vísar til annarrar tveggja meginhefða í heimspeki á 20. öld. Meginlandsheimspekin blómstraði í fyrstu einkum á meginlandi Evrópu og hlaut þaðan nafnið. Hún var lengi ríkjandi heimspeki á meginlandinu en hin meginhefðin á 20. öld, rökgreiningarheimspekin, naut einkum vinsælda í hinum enskumælandi heimi.
Meginlandsheimspeki sótti einkum innblástur sinn til þýsku hughyggjunnar og til hugsuða á borð við Søren Kierkegaard (1813-1855), Friedrich Nietzsche (1844-1900), Franz Brentano (1838-1917) og Edmund Husserl (1859-1938). Hún er almennt talin ná utan um fyrirbærafræði, tilvistarspeki, túlkunarfræði, formgerðarstefnu, síð-formgerðarstefnu og póstmódernisma, afbyggingu, franska kvenhyggju, Frankfurt skólann, sálgreiningu (í heimspeki), heimspeki Friedrichs Nietzsche og Sørens Kierkegaard og flestar gerðir marxisma og marxískrar heimspeki.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Continental philosophy“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. maí 2006.
- Critchley, Simon, Continental Philosophy: A Very Short Introduction (Oxford University Press, 2001). ISBN 0-19285359-7
- Cutrofello, A., Continental Philosophy: A Contemporary Introduction (Routledge, 2005).
- Prado, C., A House Divided: Comparing Analytic and Continental Philosophy (Prometheus/Humanity Books, 2003). ISBN 1-59102-105-7