Heimspeki 18. aldar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
|
Saga vestrænnar heimspeki |
---|
Fornaldarheimspeki |
Forverar Sókratesar |
Klassísk heimspeki |
Hellenísk heimspeki |
Rómversk heimspeki |
Heimspeki síðfornaldar |
Miðaldaheimspeki |
Skólaspeki |
Heimspeki endurreisnartímans |
Heimspeki 15. aldar |
Heimspeki 16. aldar |
Nýaldarheimspeki |
Heimspeki 17. aldar |
Heimspeki 18. aldar |
Heimspeki 19. aldar |
Heimspeki 20. aldar |
Rökgreiningarheimspeki |
Meginlandsheimspeki |
Heimspeki samtímans |
Heimspeki 18. aldar, einnig nefnd heimspeki upplýsingarinnar eða heimspeki upplýsingartímans, er tímabil í sögu vestrænnar nýaldarheimspeki, einkum evrópskrar heimspeki. Stundum er 17. öldin einnig talin heyra til heimspeki upplýsingarinnar.
Á 18. öld ríkti mikil bjartsýni meðal heimspekinga og vísindamanna um getu vísindanna til þess að útskýra þau lögmál sem giltu um heiminn og um almennar framfarir. Þessi framfaratrú var einn þáttur í þeirri hugmyndafræði sem gat af sér frelsisstríð Bandaríkjanna og frönsku byltinguna og síðar sjálfstæðisbaráttu suður-amerískra ríkja. Hún gat einnig af sér klassíska frjálshyggju, lýðræði og auðvaldshyggju.
[breyta] Yfirlit yfir heimspeki 18. aldar
Trú og guðrækni voru hjá ýmsum höfundum nátengd iðkun heimspekinnar. Írski heimspekingurinn George Berkeley reyndi að sýna fram á tilvist guðs með heimspekilegum rökum. En ýmsir höfundar, eins og Thomas Paine, Voltaire, Jean-Jacques Rousseau og David Hume, dróu í efa og réðust jafnvel gegn kennivaldi kirkjunnar. Raunhyggja naut aukinna vinsælda á 18. öld og hafði áhrif á stjórnspekihugmyndir, stjórnsýslu og vísindi, eins og eðlisfræði, efnafræði og líffræði.
[breyta] Meginheimspekingar 18. aldar
- Montesquieu (1689-1755)
- Voltaire (1694-1778)
- Benjamin Franklin (1706-1790)
- G.L. Buffon (1707-1788)
- David Hume (1711-1776)
- Jean-Jacques Rousseau (1712-1778)
- Denis Diderot (1713-1784)
- James Burnett Lord Monboddo (1714-1799)
- Helvétius (1715-1771)
- Jean le Rond d'Alembert (1717-1783)
- Baron d'Holbach (1723-1789)
- Adam Smith (1723-1790)
- Immanuel Kant (1724-1804)
- Edmund Burke (1729-1797)
- Ignacy Krasicki (1735-1801)
- Thomas Paine (1737-1809)
- Thomas Abbt (1738-1766)
- Thomas Jefferson (1743-1826)
- Johann Gottfried von Herder (1744-1803)
- Mary Wollstonecraft (1759-1797)
[breyta] Heimildir og frekari fróðleikur
- Greinin „Age of Enlightenment“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. febrúar 2007.
- Brown, Stuart (ritstj.), British Philosophy in the Age of Enlightenment (2002)
- Cassirer, Ernst, The Philosophy of the Enlightenment (1979)
- Dupre, Louis, The Enlightenment & the Intellctural Foundations of Modern Culture (2004)
- Hulluing, Mark, Autocritique of Enlightenment: Rousseau and the Philosophes (1994)
- MJacob, Margaret, Enlightenment: A Brief History with Documents (2000)
- Porter, Roy, The Enlightenment (1999)