Norðausturkjördæmi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðausturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Kjördæmið var sameinað úr kjördæmunum Norðurlandi eystra og Austurlandi með þeim undantekningum að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra er í Norðausturkjördæmi en Hornafjörður sem áður var í Austurlandskjördæmi tilheyrir nú Suðurkjördæmi. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.
Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 2.730 í kosningunum 2003.
[breyta] Skipting þingsæta og þingmenn
Þing | 1. þingm. | Fl. | 2. þingm. | Fl. | 3. þingm. | Fl. | 4. þingm. | Fl. | 5. þingm. | Fl. | 6. þingm. | Fl. | 7. þingm. | Fl. | 8. þingm. | Fl. | 9. þingm. | Fl. | 10. þingm. | Fl. |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
129. | Valgerður Sverrisdóttir | B | Halldór Blöndal | D | Kristján L. Möller | S | Jón Kristjánsson | B | Steingrímur J. Sigfússon | V | Tómas Ingi Olrich* | D | Einar Már Sigurðsson | S | Dagný Jónsdóttir | B | Birkir Jón Jónsson | B | Þuríður Bachman | V |
130. | ||||||||||||||||||||
131. | Arnbjörg Sveinsdóttir* | |||||||||||||||||||
132. | ||||||||||||||||||||
133. |
[breyta] Sveitarfélög
Í Norðausturkjördæmi eru sveitarfélögin: Fjallabyggð, Grímseyjarhreppur, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur, Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
[breyta] Tengill
Kjördæmi Íslands |
---|
síðan 2003 |
Reykjavíkurkjördæmi norður | Reykjavíkurkjördæmi suður | Norðvesturkjördæmi | Norðausturkjördæmi | Suðurkjördæmi | Suðvesturkjördæmi |
1959-2003 |
Reykjavík | Reykjanes | Vesturland | Vestfirðir | Norðurland vestra | Norðurland eystra | Austurland | Suðurland |