Stokkhólmur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hnit: 59°21′ N 18°4′ A
Stokkhólmur á sænsku Stockholm. er höfuðborg Svíþjóðar og jafnframt stærsta borg landsins. Þar búa 771.038 manns (2005) en á öllu Stokkhólmssvæðinu (Stokkhólmur og nágrannasveitafélög) búa um 1,9 milljónir íbúa.
[breyta] Saga
Elstu ritaðar heimildir um Stokhólm eru frá 1252, Þar sem staðurinn er nefndur sem mikilvæg miðstöð í verslun í járni og járnmálmum.
Sennilegast kemur nafnið af því að lokað hefur verið með trjábolum, stokkum, milli hólmanna til að stjórna skipaferðum og þar með geta innheimt tolla.
Sagt er að Birger Jarl hafi stofnað Stokkhólm til að vernda þáverandi aðalbæ svíaveldis, Sigtuna og svæðið kringum vatnið Mälaren frá innrásum og sjórræningjum. Undir stjórn Magnúsar Ladulås dafnaði bærinn og varð mikilvæg verslunamiðstöð í samvinnu við hansakaupmenn. Um 1270 er Stokkhólmur nefnt í heimildum sem borg og mikilvægasti bær Svía.
Stokkhólmur verð mikilvægur hlekkur í samskiftum hinna dönsku kónga Kalmarsambandsins og svía á 15. öld. Steinn Sture tókst með dyggum stuðningi íbúa Stokkhólms að vinna mikinn sigur yfir Kristjáni I, danakonungi, 14. október 1471. Sonarsonurinn, Kristján II hertók borgina 1518 og hélt henni fram til 1520. 8. nóvember 1520 framkvæmdu hermenn danakonungs mikið blóðbað á öllum helstu andstæðingum dana sem nefnt hefur verið Stokkhólmsvígin. Þetta blóðbað hafði þó algjörlega andstæð áhrif við það sem Danir höfðu búist við, víða bar til vopnaðra átaka og leiddi það til upplausnar Kalmarsambandsins.
Með Gústaf Vasa som konung frá 1523 jókust en áhrif og veldi Stokkhólms. Um aldamótin 1600 var íbúafjöldi kominn upp í tíu þúsund. Á 17. öld varð Svíþjóð eitt af stórveldum Evrópu og það hafði mikil áhrif á þróun Stokkhólms. Miklar hallarbyggingar eru frá þessum tíma.
Svartidauði (1713–1714 og Norðurlandaófriðurinn mikli, (1721, höfðu í för með sér tímabundna stöðnun. Þó hélt Stokkhólmur áfram að vera mikilvæg menningarborg ekki síst undir stjórn Gústaf III sem meðal annars lét bygga fyrstu óperuna.
Á fyrri hluta 19. aldar dróst enn saman efnahagslegt vægi Stokkhólms. Norrköping varð aðal verksmiðjuborg Svíþjóðar og Gautaborg varð megin hafnarborg landsins. Á seinni hluta aldarinnar snérust leikar að nokkru og Stokkhólmur varð aftur mikilvæg iðnaðar- verslunar- og stjórnsýsluborg. Íbúafjöldi jókst gífurlega, í lok 19. aldar var ekki einu sinni 40 % af íbúunum fæddir í borginni.
Stokkhólur varð á seinnihluta 20. aldar mjög nútímaleg borg, framarlega í flokki í tækni og mjög fjölþjóðleg. Seinni hluti aldarinnar einkenndist einnnig af því að flest stærri iðnfyrirtæki lögðust niður eða fluttu erlendis en í stað þeirra hafa tekið við hátækniiðnaður og þjónustugreinar.
[breyta] Landlýsing
Miðhluti borgarinnar er byggður á fjórtán eyjum og ströndum skerjagarðarins þar sem vattnasvæði Mälaren mætir Eystrarsaltinu. 53 brýr tengja eyjarnar.