5. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2006 Allir dagar |
5. júní er 156. dagur ársins (157. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 209 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 70 - Hersveitir Títusar keisara brutust gegnum varnarmúrinn í kringum Jerúsalem.
- 1696 - Vísi-Gísli (Gísli Magnússon), sýslumaður í Rangárþingi, lést u.þ.b. 75 ára gamall. Hann stundaði brennisteinsvinnslu og gerði tilraunir með kornrækt.
- 1849 - Danmörk varð fyrsta konungdæmið með stjórnarskrá.
- 1866 - Útreikningar benda til þess að Plútó hafi þennan dag verið eins langt frá sólu eins og hann kemst. Hann er næst í þessari stöðu í ágúst 2113.
- 1885 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði grein í Fjallkonuna um menntun og réttindi kvenna. Þetta var fyrsta grein sem íslensk kona skrifaði í opnbert blað.
- 1915 - Danmörk breytti stjórnarskrá sinni til þess að veita konum kosningarétt.
- 1920 - Brjóstsykursgerðin Nói hóf starfsemi í kjallara við Túngötu í Reykjavík.
- 1924 - Ernst Alexanderson sendi fyrsta símbréfið yfir Atlantshaf. Þetta var bréf til föður hans í Svíþjóð.
- 1956 - Elvis Presley kynnti nýja smáskífu sína, Hound Dog, í sjónvarpinu og hneysklaði áhorfendur með mjaðmahnykkjum sínum.
- 1959 - Fyrsta ríkisstjórn Singapúr er sett í embætti.
- 1963 - John Profumo segir af sér eftir kynlífshneyksli.
- 1967 - Sex daga stríðið byrjaði: Ísraelskar flugsveitir sendu flugskeyti á Egyptaland, Jórdaníu og Sýrland.
- 1968 - Forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy var skotinn við Ambassador hótið í Los Angeles af Sirhan Sirhan. (Hann lést 6. júní).
- 1974 - Ólafur V Noregskonungur heimsótti Ísland.
- 1975 - Ísland sigraði Austur-Þýskaland í landsleik í knattspyrnu 2:1.
- 1975 - Súesskurðurinn opnaður í fyrsta sinn eftir að sex daga stríðinu lauk.
- 1976 - Teton-stíflan í Idaho féll saman.
- 1981 - Fyrstu tilfelli alnæmis fundust í Los Angeles.
- 1982 - Óperan Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík.
- 1984 - Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, fyrirskipaði árás á Gullna hofið.
- 1991 - Dómur féll í Hæstarétti í Hafskipsmálinu og voru flestir ákærðu sýknaðir.
- 2002 - Mozilla 1.0 var gefið út.
[breyta] Fædd
- 1718 - Thomas Chippendale, enskur húsgagnaframleiðandi (d. 1779).
- 1760 - Johan Gadolin, finnskur vísindamaður (d. 1852).
- 1883 - John Maynard Keynes, enskur hagfræðingur (d. 1946).
- 1939 - Joe Clark, 16. forsætisráðherra Kanada.
- 1949 - Ken Follett, velskur rithöfundur.
- 1954 - Nicko McBrain, enskur tónlistarmaður (Iron Maiden).
- 1955 - Edinho, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1971 - Mark Wahlberg, bandarískur söngvari og leikari.
- 1972 - Justin Smith, bandarískur trommari (The Seeds).
- 1975 - Anna Nova, þýsk klámmyndaleikkona.
- 1979 - Peter Wentz, bandarískur tónlistarmaður (Fall Out Boy).
[breyta] Dáin
- 2002 - Dee Dee Ramone, bandarískur bassaleikari (The Ramones) (f. 1952).
- 2004 - Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna frá 1981 til 1989.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |