Ronald Reagan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ronald Wilson Reagan (6. febrúar 1911 – 5. júní 2004) var bandarískur leikari og forseti Bandaríkjanna frá 1981 til 1989. Hann hlaut yfirburðakosningu í bæði skiptin, fyrst gegn sitjandi forseta, Jimmy Carter og síðan gegn Walter Mondale. Hann var þekktur fyrir andstöðu sína við kommúnisma, sem lýsti sér í harðri afstöðu gegn Sovétríkjunum, og jafnframt það að eiga þátt í lokakafla kalda stríðsins með viðræðum við aðalritarann Mikhaíl Gorbatsjov, en þeir áttu meðal annars fund í Höfða í október 1986. Sama ár hófst Íran-kontra-hneykslið sem olli harðri gagnrýni á forsetann sem neitaði fyrst vitneskju um ólöglegar vopnasendingar til kontraskæruliða í Níkaragva.
Fyrirrennari: Jimmy Carter |
|
Eftirmaður: George H. W. Bush |