28. júní
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2006 Allir dagar |
28. júní er 179. dagur ársins (180. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 186 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1541 - Ný kirkjuskipun var samþykkt í Skálholtsbiskupsdæmi og hófust siðaskiptin formlega með því.
- 1655 - Björn Jónsson lögréttumaður á Skarðsá í Skagafirði, sem frægur varð fyrir að rita Skarðsárannál, lést 81 árs að aldri.
- 1840 - Hátíðahöld í Reykjavík í tilefni af krýningu Kristjáns VIII Danakonungs og drottningar hans.
- 1863 - Vígð var kirkja á Akureyri, sú fyrsta þar.
- 1867 - Grímur Thomsen, skáld og alþingismaður, keypti Bessastaði og bjó þar síðan. Hann var fæddur þar og upp alinn.
- 1914 - Fyrri heimsstyrjöldin hófst þegar Frans Ferdinand erkihertogi var myrtur í Sarajevó.
- 1941 - Hestamenn fjölmenntu til Þingvalla. Þetta varð upphaf að landsmótum hestamanna.
- 1947 - Landbúnaðarsýning var haldin í Reykjavík og sáu hana yfir 60.000 manns eða hátt í helmingur landsmanna, sem þá voru rúmlega 130.000.
- 1959 - María Andrésdóttir í Stykkishólmi neytti kosningaréttar síns, þá 100 ára. Hún náði 106 ára aldri.
- 1973 - Aðalfundir Flugfélags Íslands og Loftleiða samþykktu báðir að félögin skyldu sameinuð. Stofnfundur Flugleiða var haldinn 20. júlí.
- 2006 - Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára, bjargaði ófleygum erni úr Kirkjufellslóni við Grundarfjörð. Örninn hafði lent í grút og misst stélfjaðrirnar. Hann var fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík og mun dveljast þar í eitt ár að minnsta kosti.
[breyta] Fædd
- 1170 - Valdimar sigursæli Danakonungur (d. 1241).
- 1712 - Jean-Jacques Rousseau, franskur heimspekingur (d. 1778).
- 1932 - Pat Morita, kanadískur leikari af japönskum ættum (d. 2005).
[breyta] Dáin
- 1655 - Björn Jónsson lögréttumaður á Skarðsá, 81 árs.
- 1914 - Frans Ferdinand erkihertogi myrtur ásamt konu sinni í Sarajevó.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |